Fótbolti

FC Kaup­manna­höfn í riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marki kvöldsins fagnað.
Marki kvöldsins fagnað. EPA-EFE/Liselotte Sabroe

Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi.

FC Kaupmannahöfn vann fyrri leikinn í Póllandi naumlega 1-0 og því ljóst að gestirnir þurftu tveggja marka sigur í kvöld. Það verkefni gestanna varð heldur erfiðara á 35. mínútu þegar Denis Vavro skoraði með glæsimarki og staðan orðin 1-0 á Parken, þjóðarleikvangi Dana.

Łukasz Zwoliński jafnaði þó metin fyrir gestina á 87. mínútu leiksins. Eftir það sóttu gestirnir stíft en þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 1-1 jafntefli

FCK vann því einvígið 2-1 og annað tímabilið í röð er FCK komið alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Antwerp frá Belgíu og PSV frá Hollandi tryggðu sér einnig sæti í riðlakeppninni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×