Reyna að stöðva leiðangur að flaki Títaniks Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 14:04 Títanik leggur upp í örlagaríka jómfrúarferð sína frá Southampton á Englandi 10. apríl árið 1912. Skipið sökk í Norður-Atlantshafið tveimur dögum síðar. AP Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit. Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum. Bandaríkin Titanic Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Titanic Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira