Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 12:30 Ráðist var að Lascelles (í græna vestinu) þegar hann var úti að skemmta sér. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira