„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:35 Björn Daníel var ánægður með Gyrði Hrafn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira