„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:35 Björn Daníel var ánægður með Gyrði Hrafn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira