Körfubolti

Luka Doncic sýndi úr hverju hann er gerður í fyrsta leik Slóveníu á HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Doncic í leik með landsliðinu í undankeppni HM í fyrra.
Doncic í leik með landsliðinu í undankeppni HM í fyrra. Vísir/Getty

Luka Doncic og félagar í landsliði Slóvenínu unnu nokkuð sannfærandi sigur í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag þegar liðið lagði Venesúela 100-85. Doncic fór mikinn í leiknum og skoraði 37 stig.

Doncic sem virðist vera í fanta formi eftir gott undirbúningstímabil í sumar var allt í öllu hjá Slóveníu í dag en hann skoraði manna mest á vellinum og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum.

Hinn bandaríski miðherji Mike Tobey, sem fékk slóvenskt vegabréf 2021 lét einnig vel að sér kveða. Hann skoraði 21 stig og klikkaði ekki úr skot. 6/6 í tvistum og 3/3 í þristum.

Slóvenía leikur í F-riðli á mótinu ásamt Georgíu, Grænhöfðaeyjum og Venesúela.


Tengdar fréttir

Luca Doncic kemur vel undan sumri

Luka Doncic hefur verið við stífar æfingar undanfarið með einkaþjálfara undanfarið en hann undbýr sig fyrir landsliðsverkefni með Slóveníu. Fram undan eru sjö æfingaleikir áður en liðið mætir til leiks á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×