Fótbolti

Fyrrum her­maður eltir Messi eins og skugginn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lionel Messi í leik með Inter Miami gegn FC Cincinnati.
Lionel Messi í leik með Inter Miami gegn FC Cincinnati. Vísir/Getty

Koma Lionel Messi í MLS-deildina hefur verið vel heppnuð hingað til. Fyrrum hermaður sem fylgir Argentínumanninum eins og skugginn hefur vakið töluverða athygli.

Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar.

Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður.

Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty

Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins.

Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það.

Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki.

Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×