Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2023 19:57 Kristín segir skjólstæðinga sakna Ylju og sambandsins sem það átti við starfsfólkið þar. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Heimsóknum á bráðamóttöku vegna alvarlegra sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hefur fjölgað frá því að neyslurýminu Ylju var lokað fyrir um hálfu ári. Þar gátu einstaklingar notað vímuefni undir eftirliti og fengið fræðslu varðandi búnað og hreinlæti. Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild, segir dæmi um tvöföldun koma einstaklinga í þessum hópi og að í alvarlegustu tilfellunum sé um að ræða allt að 100 komur á einu ári á bráðamóttökuna. „Það er erfitt að henda reiður á nákvæmar tölur í aukningu sýkinga einfaldlega vegna þess að komur á bráðamóttöku eru ekki endilega skráðar sem slíkar,“ segir Kristín en að þau merki aukningu og að auk þess sé verið að veita meiri þjónustu á vettvangi og á lágþröskulda móttökunni á smitsjúkdómadeildinni. „Það sem við sjáum líka og finnum tilfinnanlega fyrir er þessi veikasti hópur sem hefur verið hvað erfiðast að ná til og eiga mjög erfitt með að nýta sér hefðbundna þjónustu. Þessi hópur var að nýta sér neyslurýmið og átti í mjög góðu sambandi við heilbrigðisstarfsfólkið þar. Við höfum séð tvöföldun í fjölda koma einstaklinga í þeim hópi og alvarlegustu tilfellunum erum við að tala um allt að 100 komur á bráðamóttökuna á ári,“ segir Kristín og að í þessum hópi sé fólk sem sé þá aftur farið að nota á götunni. „Þau hafa hlotið alvarlegar afleiðingar og í sumum tilfellum óafturkræfar og hafa verið inniliggjandi í marga mánuði. Sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólk hefðu þau verið að nota undir eftirliti og í öruggum aðstæðum en ekki í bílakjallara.“ Liggja inni í langan tíma Spurð hvers konar sýkingar sé um að ræða segir Kristín að helst sé um að ræða mjúkvefjasýkingar sem fólk fái í kjölfar þess að nota óhrein áhöld eða efni. „Í ákveðnum tilfellum getur sýkingar ferðast út í blóðið. Alvarlegustu tilfellin sem við sjáum hér, og eru þá þau sem liggja lengst inni, eru þau sem eru með sýkingar í hjartalokum og þau liggja gjarnan á gjörgæslu í einhvern tíma og svo í margar vikur, inniliggjandi, í sýklalyfjameðferð í framhaldinu,“ segir Kristín og að þessi hópur hafi verið að leita í slíkar innlagnir frá því að Ylja lokaði en þar var lögð mikil áhersla á kennslu í hreinlæti, notkun á sprautubúnaði og meðhöndlun efna. „Eins og að nota dauðhreinsað vatn, ekki kranavatn og að vera með hrein ílát til að blanda í og vinna þau í. Þessir litlu hlutir skipta miklu máli og eins stungustaðir, þeir eru mishættulegir,“ segir Kristín og að þar hafi einnig verið lögð áhersla á að kenna notendum að þekkja einkenni sýkinga þannig að hægt væri að grípa inn í snemma. Hún segir heilbrigðisstarfsfólk óttast að hópurinn sé jafnvel stærri en hafi leitað til þeirra frá lokun neyslurýmisins því margir veigri sér við að leita til þeirra og því hafi neyslurýmið verið góður staður til að ná til þeirra og mynda gott samband. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk kemur ekki. Aðgengi á bráðamóttöku hentar þessum hópi illa. Það er löng bið og dýrt að koma en svo er það skráningin sem margir eru hræddir við og að vera stimplaðir um leið og þau eru skráð inn því það eru allir meðvitaðir um að ef þú ert skráður einu sinni losnarðu aldrei við þann stimpil. Því það er allskonar fólk sem notar vímuefni. Fólk sem er í vinnu og fólk sem á börn og því margt sem spilar inn í.“ Kristín segir að þótt svo að neyslurýmið hafi verið lagt niður sé ýmislegt í boði. Frá því síðasta haust hefur verið rekin lágþröskulda móttaka á smitsjúkdómadeildinni fyrir fólk sem notar vímuefni í æð en hún virkar þannig að fólk getur mætt þegar það getur og þarf ekki að panta tíma. „Þarna fá þau fljóta afgreiðslu á þessum afmarkaða vanda. Þetta er ekki heilsugæsla en hér er hægt að meðhöndla þessar sýkingar og sár sem er stærsti heilbrigðisvandi þessa hóps,“ segir Kristín og að þau fái sýklalyf en auk þess sé verið að mynda samband sem auki tiltrú þeirra og traust á heilbrigðiskerfinu. Reglubundnar skimanir í haust Hún er svo einn dag í viku á vettvangi með Frú Ragnheiði þar sem fólki er boðið í skimun fyrir lifrarbólgu og HIV og ef það greinist jákvætt geti það hitt þau vikulega til að fá lyf, aðstoð og viðtal. Auk þess reyni þau að aðstoða með önnur vandamál. „Svo er gaman að segja frá því að frá og með 1. september munum við bjóða upp á reglubundnar skimanir einu sinni í viku í Frú Ragnheiði á kvöldin. Það verður alltaf fastur tími og fólk þannig getur gert ráð fyrir að hitta hjúkrunarfræðing sem tekur blóð og boðið upp á þessa skimun,“ segir Kristín. Hún segir að um 600 leiti til Frú Ragnheiðar á ári en að frá því að samstarf spítalans hófst hafi hún og starfsmenn spítalans sinnt um 100 einstaklingum í meira mæli sem fari þá reglulega í blóðprufu og almenna heilsufarsskoðun. Kristín segir skjólstæðingahópinn kvíða því að sumri sé að ljúka en sakni einnig sambandsins sem þau áttu við starfsfólkið í neyslurýminu. „Þau sakna Ylju og finnst óþægilegt að það sé ekki lengur. Nú er að koma vetur og við vitum að fólk er að nota úti og það er aldrei gott, af ýmsum ástæðum eins og hættu á ofskömmtun eða að fólk sofni þegar það er frost úti. Það er margt sem vegur þungt en það sem vegur einna þyngst er þetta samband við heilbrigðisstarfsfólk, neyslurýmisins og Frú Ragnheiðar. Það er svo ofboðslega mikilvægt fyrir fólk sem hefur kannski brennt allar brýr að baki sér að geta leitað annað, og það á sínum forsendum.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20 Þjóðin vaknaði og nú er komið að stjórnvöldum Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt. 23. júní 2023 11:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Heimsóknum á bráðamóttöku vegna alvarlegra sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hefur fjölgað frá því að neyslurýminu Ylju var lokað fyrir um hálfu ári. Þar gátu einstaklingar notað vímuefni undir eftirliti og fengið fræðslu varðandi búnað og hreinlæti. Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild, segir dæmi um tvöföldun koma einstaklinga í þessum hópi og að í alvarlegustu tilfellunum sé um að ræða allt að 100 komur á einu ári á bráðamóttökuna. „Það er erfitt að henda reiður á nákvæmar tölur í aukningu sýkinga einfaldlega vegna þess að komur á bráðamóttöku eru ekki endilega skráðar sem slíkar,“ segir Kristín en að þau merki aukningu og að auk þess sé verið að veita meiri þjónustu á vettvangi og á lágþröskulda móttökunni á smitsjúkdómadeildinni. „Það sem við sjáum líka og finnum tilfinnanlega fyrir er þessi veikasti hópur sem hefur verið hvað erfiðast að ná til og eiga mjög erfitt með að nýta sér hefðbundna þjónustu. Þessi hópur var að nýta sér neyslurýmið og átti í mjög góðu sambandi við heilbrigðisstarfsfólkið þar. Við höfum séð tvöföldun í fjölda koma einstaklinga í þeim hópi og alvarlegustu tilfellunum erum við að tala um allt að 100 komur á bráðamóttökuna á ári,“ segir Kristín og að í þessum hópi sé fólk sem sé þá aftur farið að nota á götunni. „Þau hafa hlotið alvarlegar afleiðingar og í sumum tilfellum óafturkræfar og hafa verið inniliggjandi í marga mánuði. Sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólk hefðu þau verið að nota undir eftirliti og í öruggum aðstæðum en ekki í bílakjallara.“ Liggja inni í langan tíma Spurð hvers konar sýkingar sé um að ræða segir Kristín að helst sé um að ræða mjúkvefjasýkingar sem fólk fái í kjölfar þess að nota óhrein áhöld eða efni. „Í ákveðnum tilfellum getur sýkingar ferðast út í blóðið. Alvarlegustu tilfellin sem við sjáum hér, og eru þá þau sem liggja lengst inni, eru þau sem eru með sýkingar í hjartalokum og þau liggja gjarnan á gjörgæslu í einhvern tíma og svo í margar vikur, inniliggjandi, í sýklalyfjameðferð í framhaldinu,“ segir Kristín og að þessi hópur hafi verið að leita í slíkar innlagnir frá því að Ylja lokaði en þar var lögð mikil áhersla á kennslu í hreinlæti, notkun á sprautubúnaði og meðhöndlun efna. „Eins og að nota dauðhreinsað vatn, ekki kranavatn og að vera með hrein ílát til að blanda í og vinna þau í. Þessir litlu hlutir skipta miklu máli og eins stungustaðir, þeir eru mishættulegir,“ segir Kristín og að þar hafi einnig verið lögð áhersla á að kenna notendum að þekkja einkenni sýkinga þannig að hægt væri að grípa inn í snemma. Hún segir heilbrigðisstarfsfólk óttast að hópurinn sé jafnvel stærri en hafi leitað til þeirra frá lokun neyslurýmisins því margir veigri sér við að leita til þeirra og því hafi neyslurýmið verið góður staður til að ná til þeirra og mynda gott samband. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk kemur ekki. Aðgengi á bráðamóttöku hentar þessum hópi illa. Það er löng bið og dýrt að koma en svo er það skráningin sem margir eru hræddir við og að vera stimplaðir um leið og þau eru skráð inn því það eru allir meðvitaðir um að ef þú ert skráður einu sinni losnarðu aldrei við þann stimpil. Því það er allskonar fólk sem notar vímuefni. Fólk sem er í vinnu og fólk sem á börn og því margt sem spilar inn í.“ Kristín segir að þótt svo að neyslurýmið hafi verið lagt niður sé ýmislegt í boði. Frá því síðasta haust hefur verið rekin lágþröskulda móttaka á smitsjúkdómadeildinni fyrir fólk sem notar vímuefni í æð en hún virkar þannig að fólk getur mætt þegar það getur og þarf ekki að panta tíma. „Þarna fá þau fljóta afgreiðslu á þessum afmarkaða vanda. Þetta er ekki heilsugæsla en hér er hægt að meðhöndla þessar sýkingar og sár sem er stærsti heilbrigðisvandi þessa hóps,“ segir Kristín og að þau fái sýklalyf en auk þess sé verið að mynda samband sem auki tiltrú þeirra og traust á heilbrigðiskerfinu. Reglubundnar skimanir í haust Hún er svo einn dag í viku á vettvangi með Frú Ragnheiði þar sem fólki er boðið í skimun fyrir lifrarbólgu og HIV og ef það greinist jákvætt geti það hitt þau vikulega til að fá lyf, aðstoð og viðtal. Auk þess reyni þau að aðstoða með önnur vandamál. „Svo er gaman að segja frá því að frá og með 1. september munum við bjóða upp á reglubundnar skimanir einu sinni í viku í Frú Ragnheiði á kvöldin. Það verður alltaf fastur tími og fólk þannig getur gert ráð fyrir að hitta hjúkrunarfræðing sem tekur blóð og boðið upp á þessa skimun,“ segir Kristín. Hún segir að um 600 leiti til Frú Ragnheiðar á ári en að frá því að samstarf spítalans hófst hafi hún og starfsmenn spítalans sinnt um 100 einstaklingum í meira mæli sem fari þá reglulega í blóðprufu og almenna heilsufarsskoðun. Kristín segir skjólstæðingahópinn kvíða því að sumri sé að ljúka en sakni einnig sambandsins sem þau áttu við starfsfólkið í neyslurýminu. „Þau sakna Ylju og finnst óþægilegt að það sé ekki lengur. Nú er að koma vetur og við vitum að fólk er að nota úti og það er aldrei gott, af ýmsum ástæðum eins og hættu á ofskömmtun eða að fólk sofni þegar það er frost úti. Það er margt sem vegur þungt en það sem vegur einna þyngst er þetta samband við heilbrigðisstarfsfólk, neyslurýmisins og Frú Ragnheiðar. Það er svo ofboðslega mikilvægt fyrir fólk sem hefur kannski brennt allar brýr að baki sér að geta leitað annað, og það á sínum forsendum.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20 Þjóðin vaknaði og nú er komið að stjórnvöldum Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt. 23. júní 2023 11:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30
Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20
Þjóðin vaknaði og nú er komið að stjórnvöldum Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt. 23. júní 2023 11:30