Neytendur

Neyt­enda­stofa með rassíu í Skeifunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Skeifunni, þar sem Neytendastofa gerði rassíu vegna verðmerkinga.
Frá Skeifunni, þar sem Neytendastofa gerði rassíu vegna verðmerkinga. Vísir/Vilhelm

Neyt­enda­stofa hefur sektað verslanir 66°Norður, Hag­kaups, Herra­lagersins og Kulda í Skeifunni vegna verð­merkinga, eða skorti þar á.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Neyt­enda­stofu. Þar segir að stofan hafi gert skoðun á á­standi verð­merkinga hjá verslunum í Skeifunni í lok maí.

Farið var í 45 verslanir og gerð at­hugun á hvort sölu­vörur væru verð­merktar auk þess sem skoðað var sér­stak­lega hvort verð­merkingar væru sýni­legar á út­stillingum, til dæmis í sýningar­gluggum.

Í fyrri heim­sóknum voru gerðar at­huga­semdir við fjór­tán verslanir sem bæta þurftu verð­merkingar. Skoðuninni var fylgt eftir hjá þessum fjór­tán fyrir­tækjum og höfðu tíu þeirra bætt úr verð­merkingum til sam­ræmis við at­huga­semdir stofnunarinnar þannig að ekki reyndist til­efni til frekari að­gerða.

Hjá verslunum 66°Norður, Hag­kaups og Kulda vantaði verð­merkingar á ýmsar vörur í verslun við seinni heim­sókn. Þá vantaði verð­merkingar á út­stillingar hjá Herra­lagernum og 66°Norður. Hafa um­ræddar verslanir því nú verið sektaðar fyrir ó­full­nægjandi verð­merkingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×