Rafskutlur með sætum slá í gegn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Rafskutlurnar með sætunum hafa slegið í gegn hjá Hreiðari og Ingibjörgu í Vestmannaeyjum í sumar en þau eru með fyrirtækið „Eyjascooter”. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna. Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira