Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 18:32 Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47