Hetja heimsmeistaranna fékk hræðilegar fréttir á sínum besta degi á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Olga Carmona með heimsbikarinn og gullverðlaunin um hálsinn. Getty/Maddie Meyer Olga Carmona, fyrirliði spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, upplifði örugglega sinn besta dag á fótboltaferlinum í gær. Dagurinn endaði aftur á móti ekki vel. Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira