Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 08:11 Semaglutide kann að gagnast fleirum en þeim sem glíma við sykursýki eða ofþyngd. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian. Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikt af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Sjá meira
Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian.
Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikt af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Sjá meira