Tími framfara í leikskólamálum er kominn Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2023 13:31 Öll sveitarfélög í landinu glíma við erfiðleika tengda leikskólastarfi. Nú hefur bæjarstjórn Kópavogsbæjar eftir samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara og fleiri hagsmunaaðila ákveðið að bjóða foreldrum val um sex stunda dvalartíma gjaldfrjálsan. Gjaldskrá fyrir sjö klukkustunda dvalartíma er óbreytt en gjaldskrárhækkanir verða á tímum umfram það. Komið verður til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afsláttum. Vonandi munu fleiri sveitarfélög fylgja í kjölfarið og finna sína leið til framfara því ljóst er að breytinga er þörf. Mikilvægi farsæls leikskólastarfs fyrir lífsgæði barna Áratuga rannsóknir Gottman stofnunarinnar sýna fram á að félagsþroski barna við fimm ára aldur segir til um lífsgæði þeirra og forsendur til að vera í tengslum við annað fólk ævina á enda og að velferð barna er fyrst og fremst háð líðan þess fólks sem annast þau. Árin 2002-2018 sat ég í barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Áður hafði ég unnið í leikskólum hérlendis og erlendis. Á mínum fyrstu árum í nefndinni vann ég að því að kynna fyrir bæjaryfirvöldum mögulegan ávinning af vali á sex stunda gjaldfrjálsum dvalartíma í leikskóla fyrir þá sem hugsanlega gætu nýtt sér það. Áhugi minn lá í að minnka álag á starfsfólk og bæta forsendur til að sinna þörfum viðkvæmustu barnanna. Mér tókst ekki að fá bæjaryfirvöld til að reyna þá leið þótt að bæjarstjórinn hafi vissulega sýnt málinu áhuga. Síðar var sama hugmynd lögð fyrir í fræðsluráði Hafnarfjarðar en felld. Velferð leikskólastarfsfólks Ofangreind breyting Kópavogsbæjar ætti að leggja grunn að bættri vinnustaðamenningu þannig að starfsfólk leikskóla upplifi starf sitt jákvætt og ekki eins álagsþungt. Erfið starfsskilyrði leikskóla birtast m.a. í lágu hlutfalli leikskólakennara. Sveitarfélög reiða sig mikið á ungmenni, sem eru að koma út á vinnumarkaðinn. Þúsundir ungmenna hafa hafið störf í leikskólum sl. 30 ár, oft án þess að bolmagn sé til að huga að þörfum þeirra fyrir fræðslu og handleiðslu. Ungmennin eru mögulega sett í aðstæður sem þau ráða ekki alltaf við og hverfa oft frá störfum eftir daga, vikur eða mánuði. Eftir úttekt á stöðu leikskóla Kópavogsbæjar kom í ljós að veikindadagar voru að meðaltali um 40 dagar á hvert stöðugildi á ári. Dæmi voru um að í sex stöður sem þurfti að ráða í fyrir síðasta skólaár voru (á fimm vikna tímabili) ráðnir nítján einstaklingar sem stoppuðu mislengi í starfi. Starfsfólk sem velur að vinna með börnum gerir það oft út af ástríðu, en til þess að sú ástríða lifi þarf fólk að ráða við aðstæður. Ég hef kynnst skólafólki sem yfirgefur starfið þegar það eignast börn því það ræður ekki við að sinna eigin börnum sem skyldi vegna álags í vinnu. Á fundum barna- og menntamálaráða vegna innleiðingar farsældarlaganna er tíðrætt um mikilvægi stuðnings við skólastarfsfólk. Samkvæmt ársritum Virk starfsendurhæfingarsjóð sl. ár eru konur um 70% þjónustuþega og þar af er leikskólastarfsfólk fjölmennasta stéttin. Atvinnulífið og heimilin þurfa að vinna saman Fyrstu æviárin eru mikilvægust í lífi einstaklinga og þau líða svo hratt. Í samhengi við styttri dvalartíma, og þar skiptir hvert korter máli, geta afar og ömmur jafnvel verið þátttakendur og notið þannig tengsla við afkomendur. En mögulega það allra eftirsóknarverðasta er að það fjölgar ánægjustundum hjá fjölskyldunni. Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag, hefur kallað eftir að stjórnendur í atvinnulífinu kynni sér ávinning af feðra- og jafnréttisfræðslu sem jafnar álagið á heimilum. Hér er þörf fyrir aðgerðir til að sporna við þeirri tilhneigingu að mæður sjái meira um umönnun. Þannig má líta á aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk mæðra en dragbít á kynjajöfnuð og framfarir. Stjórnendur í atvinnulífinu áttu þátt í frumkvöðlastarfi sem leiddi að sér að Kópavogsbær, Reykjavíkurborg og Reykjanesbær buðu verðandi foreldrum og foreldrum ungra barna úrræði byggð á rannsóknum áðurnefndrar Gottman stofnunar. Afleiðingar efnahagshrunsins voru að því framtaki var hætt þrátt fyrir viðurkenningu frá Jafnréttisráði og góðri þátttöku. Rannsóknir á gagnsemi Gottman-úrræðisins hafa sýnt að hjá þátttakendum dregur úr ágreiningi, óvild og streitu í foreldrasambandinu sem m.a. auðveldar þeim að takast á við jafnvægi vinnu og einkalífs. Feður sögðust taka meiri þátt í foreldrahlutverkinu og að þeir fundu meiri ánægju og legðu jákvæðara mat á framlag sitt sem foreldrar. Stéttarfélög gætu talað fyrir því að foreldrar leikskólabarna (og jafnvel afar og ömmur) fái aukinn sveigjanleika til að stytta vinnuviku aðra vikuna og lengja hina til að fjölga þeim sem eiga möguleika á að jafna álag á milli heimila og leikskóla. Það gæti skipt máli hvort sem foreldrar ali upp börn á einu heimili eða tveimur. Hátt ber að stefna Með aðgerðinni er Kópavogsbær að gangast við því að staða leikskólamála sé óásættanleg. Aðgerðin er liður í að tryggja þá grundvallarforsendu í leikskólastarfi að menntaður leikskólakennari starfi á öllum deildum. Þetta er einnig mögulegt skref í átt að finnsku stefnunni þar sem 40% starfsfólks leikskóla eru menntaðir leikskólakennarar og hin 60% hafa lokið uppeldisnámi á framhaldsskólastigi. En hvort kemur á undan eggið eða hænan? Hvað með þá staðreynd að í Finnlandi eru yngstu börnin meira í umönnun fjölskyldna og eldri leikskólabörn eru einnig með styttri vinnudag en íslensk leikskólabörn? Við komumst í gegnum efnahagshrun og Covid með því að nota bestu mögulegu þekkingu. Nú stefnum við af alvöru að komast þar sem Finnar eru í gæðum í skólastarfi með auknu jafnrétti hjá leikskólastarfsfólki. Lesandi góður, nýtum okkur orð John Lennons sem gaf sér „þriggja ára fæðingarorlof“. „Þú getur sagt að ég sé með óra, draumóra, en ég er ekki sá eini“. Við sem njótum tónlistar Lennons heyrum það þegar við hlustum á Double Fantasy að orlofið hafi gert honum gott. Höfundur kom að stofnun og á sæti í stjórn, Fyrstu Fimm sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag og er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kópavogur Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll sveitarfélög í landinu glíma við erfiðleika tengda leikskólastarfi. Nú hefur bæjarstjórn Kópavogsbæjar eftir samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara og fleiri hagsmunaaðila ákveðið að bjóða foreldrum val um sex stunda dvalartíma gjaldfrjálsan. Gjaldskrá fyrir sjö klukkustunda dvalartíma er óbreytt en gjaldskrárhækkanir verða á tímum umfram það. Komið verður til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afsláttum. Vonandi munu fleiri sveitarfélög fylgja í kjölfarið og finna sína leið til framfara því ljóst er að breytinga er þörf. Mikilvægi farsæls leikskólastarfs fyrir lífsgæði barna Áratuga rannsóknir Gottman stofnunarinnar sýna fram á að félagsþroski barna við fimm ára aldur segir til um lífsgæði þeirra og forsendur til að vera í tengslum við annað fólk ævina á enda og að velferð barna er fyrst og fremst háð líðan þess fólks sem annast þau. Árin 2002-2018 sat ég í barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Áður hafði ég unnið í leikskólum hérlendis og erlendis. Á mínum fyrstu árum í nefndinni vann ég að því að kynna fyrir bæjaryfirvöldum mögulegan ávinning af vali á sex stunda gjaldfrjálsum dvalartíma í leikskóla fyrir þá sem hugsanlega gætu nýtt sér það. Áhugi minn lá í að minnka álag á starfsfólk og bæta forsendur til að sinna þörfum viðkvæmustu barnanna. Mér tókst ekki að fá bæjaryfirvöld til að reyna þá leið þótt að bæjarstjórinn hafi vissulega sýnt málinu áhuga. Síðar var sama hugmynd lögð fyrir í fræðsluráði Hafnarfjarðar en felld. Velferð leikskólastarfsfólks Ofangreind breyting Kópavogsbæjar ætti að leggja grunn að bættri vinnustaðamenningu þannig að starfsfólk leikskóla upplifi starf sitt jákvætt og ekki eins álagsþungt. Erfið starfsskilyrði leikskóla birtast m.a. í lágu hlutfalli leikskólakennara. Sveitarfélög reiða sig mikið á ungmenni, sem eru að koma út á vinnumarkaðinn. Þúsundir ungmenna hafa hafið störf í leikskólum sl. 30 ár, oft án þess að bolmagn sé til að huga að þörfum þeirra fyrir fræðslu og handleiðslu. Ungmennin eru mögulega sett í aðstæður sem þau ráða ekki alltaf við og hverfa oft frá störfum eftir daga, vikur eða mánuði. Eftir úttekt á stöðu leikskóla Kópavogsbæjar kom í ljós að veikindadagar voru að meðaltali um 40 dagar á hvert stöðugildi á ári. Dæmi voru um að í sex stöður sem þurfti að ráða í fyrir síðasta skólaár voru (á fimm vikna tímabili) ráðnir nítján einstaklingar sem stoppuðu mislengi í starfi. Starfsfólk sem velur að vinna með börnum gerir það oft út af ástríðu, en til þess að sú ástríða lifi þarf fólk að ráða við aðstæður. Ég hef kynnst skólafólki sem yfirgefur starfið þegar það eignast börn því það ræður ekki við að sinna eigin börnum sem skyldi vegna álags í vinnu. Á fundum barna- og menntamálaráða vegna innleiðingar farsældarlaganna er tíðrætt um mikilvægi stuðnings við skólastarfsfólk. Samkvæmt ársritum Virk starfsendurhæfingarsjóð sl. ár eru konur um 70% þjónustuþega og þar af er leikskólastarfsfólk fjölmennasta stéttin. Atvinnulífið og heimilin þurfa að vinna saman Fyrstu æviárin eru mikilvægust í lífi einstaklinga og þau líða svo hratt. Í samhengi við styttri dvalartíma, og þar skiptir hvert korter máli, geta afar og ömmur jafnvel verið þátttakendur og notið þannig tengsla við afkomendur. En mögulega það allra eftirsóknarverðasta er að það fjölgar ánægjustundum hjá fjölskyldunni. Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag, hefur kallað eftir að stjórnendur í atvinnulífinu kynni sér ávinning af feðra- og jafnréttisfræðslu sem jafnar álagið á heimilum. Hér er þörf fyrir aðgerðir til að sporna við þeirri tilhneigingu að mæður sjái meira um umönnun. Þannig má líta á aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk mæðra en dragbít á kynjajöfnuð og framfarir. Stjórnendur í atvinnulífinu áttu þátt í frumkvöðlastarfi sem leiddi að sér að Kópavogsbær, Reykjavíkurborg og Reykjanesbær buðu verðandi foreldrum og foreldrum ungra barna úrræði byggð á rannsóknum áðurnefndrar Gottman stofnunar. Afleiðingar efnahagshrunsins voru að því framtaki var hætt þrátt fyrir viðurkenningu frá Jafnréttisráði og góðri þátttöku. Rannsóknir á gagnsemi Gottman-úrræðisins hafa sýnt að hjá þátttakendum dregur úr ágreiningi, óvild og streitu í foreldrasambandinu sem m.a. auðveldar þeim að takast á við jafnvægi vinnu og einkalífs. Feður sögðust taka meiri þátt í foreldrahlutverkinu og að þeir fundu meiri ánægju og legðu jákvæðara mat á framlag sitt sem foreldrar. Stéttarfélög gætu talað fyrir því að foreldrar leikskólabarna (og jafnvel afar og ömmur) fái aukinn sveigjanleika til að stytta vinnuviku aðra vikuna og lengja hina til að fjölga þeim sem eiga möguleika á að jafna álag á milli heimila og leikskóla. Það gæti skipt máli hvort sem foreldrar ali upp börn á einu heimili eða tveimur. Hátt ber að stefna Með aðgerðinni er Kópavogsbær að gangast við því að staða leikskólamála sé óásættanleg. Aðgerðin er liður í að tryggja þá grundvallarforsendu í leikskólastarfi að menntaður leikskólakennari starfi á öllum deildum. Þetta er einnig mögulegt skref í átt að finnsku stefnunni þar sem 40% starfsfólks leikskóla eru menntaðir leikskólakennarar og hin 60% hafa lokið uppeldisnámi á framhaldsskólastigi. En hvort kemur á undan eggið eða hænan? Hvað með þá staðreynd að í Finnlandi eru yngstu börnin meira í umönnun fjölskyldna og eldri leikskólabörn eru einnig með styttri vinnudag en íslensk leikskólabörn? Við komumst í gegnum efnahagshrun og Covid með því að nota bestu mögulegu þekkingu. Nú stefnum við af alvöru að komast þar sem Finnar eru í gæðum í skólastarfi með auknu jafnrétti hjá leikskólastarfsfólki. Lesandi góður, nýtum okkur orð John Lennons sem gaf sér „þriggja ára fæðingarorlof“. „Þú getur sagt að ég sé með óra, draumóra, en ég er ekki sá eini“. Við sem njótum tónlistar Lennons heyrum það þegar við hlustum á Double Fantasy að orlofið hafi gert honum gott. Höfundur kom að stofnun og á sæti í stjórn, Fyrstu Fimm sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag og er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun