Hótar því að hætta að halda með Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:24 Sjónvarpskonan Rachel Riley er stuðningsmaður Manchester United en hótar því nú að hætta að halda með félaginu. gETTY/Chris Brunskill Enska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley ætlar að hætta að styðja Manchester United ef félagið leyfir Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira