Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 0-1 | Stjarnan hafði betur í Krikanum Andri Már Eggertsson skrifar 20. ágúst 2023 16:30 Stjarnan vann góðan sigur í dag. Vísir/Anton Brink Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH í Krikanum. Leikurinn var ansi lokaður og liðin sköpuðu fá færi. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Það vakti athygli að markahæsti leikmaður Stjörnunnar Jasmín Erla Ingadóttir byrjaði á bekknum. Þrátt fyrir að hafa skorað í síðasta leik þá taldi Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, best fyrir upplegg liðsins að hafa hana á bekknum. Það gerðist lítið fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. FH hélt aðeins betur í boltann á vallarhelmingi Stjörnunnar en ógnaði lítið. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk dauðafæri til að brjóta ísinn þegar hún komst ein í gegn hægra megin í teignum en skotið beint á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving sem varði. Það dróg til tíðinda á 28. mínútu þegar Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Stjörnunni yfir. Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom boltanum á Ingibjörgu sem slapp ein inn fyrir hægra megin í teignum þar sem hún þrumaði boltanum í markið og Aldís Guðlaugsdóttir, markmaður FH, átti ekki möguleika í þetta kraftmikla skot. Gestirnir voru yfir í hálfleik 0-1. Stjarnan kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. FH-ingar voru hægar í upphafi seinni háleiks og voru í vandræðum með orkumiklar Stjörnukonur. Hulda Hrund Arnarsdóttir var nálægt því að bæta við öðru marki þegar hún fékk fyrirgjöf inn í teiginn þar sem hún tók boltann á lofti en skotið yfir markið. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, reyndi að hrista upp í hlutunum með þrefaldri breytingu eftir klukkutíma leik. Jasmín Erla var nálægt því að skora þegar hún komst inn í klaufalega sendingu til baka sem átti að fara á markmann. Jasmín átti skot í fyrsta sem fór rétt framhjá. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 0-1. Með sigri fór Stjarnan upp fyrir FH í töflunni. Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var ansi lokaður og bæði lið sköpuðu sér fá færi. Stjarnan skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik sem skildi liðin af. Hverjar stóðu upp úr? Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir braut ísinn í ansi lokuðum fyrri hálfleik. Mark Ingibjargar var einkar vel gert þar sem hún þrumaði boltanum framhjá Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH. Hvað gekk illa? FH var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var því ansi blóðugt að fá á sig eina mark leiksins gegn gangi leiksins. Hvað gerist næst? Síðasta umferðinni fyrir skiptingu deildar fer fram næsta sunnudag klukkan 14:00. ÍBV og FH mætast á meðan Stjarnan fær Selfoss í heimsókn. Guðni: Vorum betra liðið í dag Guðni Eiríksson var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var svekktur að hafa ekki fengið hið minnsta stig út úr leiknum. „Mér fannst FH-liðið svo sannarlega gera nóg til að fá eitthvað út úr þessum leik. Mér fannst við betra liðið og það var svekkjandi að tapa,“ sagði Guðni Eiríksson og hélt áfram. „Mér fannst ekkert vera í gangi hjá Stjörnunni fram að þessu marki og það var sjaldan sem þær ógnuðu okkur fyrir utan þetta mark. Það verður ekki tekið af þeim að markið var flott og það var vel gert en fyrir utan það vorum við betri.“ Guðni var svekktur með að hans lið hafi ekki tekist að koma boltanum aftur á markið þar sem spilið var gott. „Þetta var lokaður leikur og við áttum að gera betur á síðasta þriðjungi og vorum að komast í flottar stöður en við skutum ekki markið og ef þú skýtur ekki á markið þá koma ekki mörk,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan FH
Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH í Krikanum. Leikurinn var ansi lokaður og liðin sköpuðu fá færi. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Það vakti athygli að markahæsti leikmaður Stjörnunnar Jasmín Erla Ingadóttir byrjaði á bekknum. Þrátt fyrir að hafa skorað í síðasta leik þá taldi Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, best fyrir upplegg liðsins að hafa hana á bekknum. Það gerðist lítið fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. FH hélt aðeins betur í boltann á vallarhelmingi Stjörnunnar en ógnaði lítið. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk dauðafæri til að brjóta ísinn þegar hún komst ein í gegn hægra megin í teignum en skotið beint á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving sem varði. Það dróg til tíðinda á 28. mínútu þegar Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Stjörnunni yfir. Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom boltanum á Ingibjörgu sem slapp ein inn fyrir hægra megin í teignum þar sem hún þrumaði boltanum í markið og Aldís Guðlaugsdóttir, markmaður FH, átti ekki möguleika í þetta kraftmikla skot. Gestirnir voru yfir í hálfleik 0-1. Stjarnan kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. FH-ingar voru hægar í upphafi seinni háleiks og voru í vandræðum með orkumiklar Stjörnukonur. Hulda Hrund Arnarsdóttir var nálægt því að bæta við öðru marki þegar hún fékk fyrirgjöf inn í teiginn þar sem hún tók boltann á lofti en skotið yfir markið. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, reyndi að hrista upp í hlutunum með þrefaldri breytingu eftir klukkutíma leik. Jasmín Erla var nálægt því að skora þegar hún komst inn í klaufalega sendingu til baka sem átti að fara á markmann. Jasmín átti skot í fyrsta sem fór rétt framhjá. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 0-1. Með sigri fór Stjarnan upp fyrir FH í töflunni. Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var ansi lokaður og bæði lið sköpuðu sér fá færi. Stjarnan skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik sem skildi liðin af. Hverjar stóðu upp úr? Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir braut ísinn í ansi lokuðum fyrri hálfleik. Mark Ingibjargar var einkar vel gert þar sem hún þrumaði boltanum framhjá Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH. Hvað gekk illa? FH var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var því ansi blóðugt að fá á sig eina mark leiksins gegn gangi leiksins. Hvað gerist næst? Síðasta umferðinni fyrir skiptingu deildar fer fram næsta sunnudag klukkan 14:00. ÍBV og FH mætast á meðan Stjarnan fær Selfoss í heimsókn. Guðni: Vorum betra liðið í dag Guðni Eiríksson var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var svekktur að hafa ekki fengið hið minnsta stig út úr leiknum. „Mér fannst FH-liðið svo sannarlega gera nóg til að fá eitthvað út úr þessum leik. Mér fannst við betra liðið og það var svekkjandi að tapa,“ sagði Guðni Eiríksson og hélt áfram. „Mér fannst ekkert vera í gangi hjá Stjörnunni fram að þessu marki og það var sjaldan sem þær ógnuðu okkur fyrir utan þetta mark. Það verður ekki tekið af þeim að markið var flott og það var vel gert en fyrir utan það vorum við betri.“ Guðni var svekktur með að hans lið hafi ekki tekist að koma boltanum aftur á markið þar sem spilið var gott. „Þetta var lokaður leikur og við áttum að gera betur á síðasta þriðjungi og vorum að komast í flottar stöður en við skutum ekki markið og ef þú skýtur ekki á markið þá koma ekki mörk,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti