Lífið

Báðust af­sökunar á að hafa dregið rúss­neskan að­dáanda á svið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Safnpata er á leiðinni frá Brandon Flowers og félögum í The Killers.
Safnpata er á leiðinni frá Brandon Flowers og félögum í The Killers. nordicphotos/getty

Banda­ríska hljóm­sveitin The Killers hefur beðið að­dá­endur sína af­sökunar eftir að sveitin dró rúss­neskan að­dá­enda á svið á tón­leikum sínum í Georgíu við Svarta­haf síðast­liðinn þriðju­dag.

Mynd­band af at­vikinu má horfa á neðar í fréttinni. Það vakti ekki mikla kátínu meðal tón­leika­gesta þegar Brandon Flowers, söngvari sveitarinnar, bauð gestinn upp á svið og sagðist ekki þekkja siði Georgíu en að hér væri Rússi á ferðinni.

Georgía öðlaðist sjálf­stæði við hrun Sovét­ríkjanna árið 1991. Árið 2008 réðust Rússar inn í landið og inn­limuðu tvö hé­röð landsins, Ab­kasíu og Suður-Os­setíu. Spenna milli landanna hefur aukist eftir inn­rás Rússa í Úkraínu í fyrra og styður meiri­hluti georgísku þjóðarinnar Úkraínu.

„Viljið þið að­greina fólk á grund­velli þessa?“ spurði Flowers gestina meðal annars. Hann sagði eitt af því sem sveitin væri stolt af væri það að hún sam­einaði ó­líka ein­stak­linga.

„Er hann ekki bróðir ykkar? Er ég ekki bróðir ykkar, verandi frá Ameríku? Eitt af því sem við erum þakk­látir fyrir er að sveitin sam­einar fólk og ég vil að við fögnum því að við séum hér saman í kvöld.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.