Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 12:49 Húsavík Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári. Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent