Erlent

Rekinn eftir að safn­munir hurfu

Árni Sæberg skrifar
Ýmsa dýrgripi má finna innan veggja breska safnsins í Lundúnum.
Ýmsa dýrgripi má finna innan veggja breska safnsins í Lundúnum. NEIL HALL/EPA

Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að meðal muna sem tilkynnt var um að væru horfnir eða skemmdir hafi verið gull, skartgripir og gimsteinar.

Haft er eftir hartwig Fischer, safnstjóra safnsins, að málið hafi verið leitt til lykta. 

„Þetta er mjög óvenjulegt atvik. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra samstarfsmanna minna að við tökum vörslu allra muna í okkar umsjá gríðarlega alvarlega,“ er haft eftir honum.

Í tilkynningu frá safninu segir að meirihluti munanna hafi þegar verið fundinn í kompu á safninu og að lögreglurannsókn sé hafin á starfsmanninum sem var rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×