Viðskipti innlent

Spá fjór­tándu stýri­vaxta­hækkuninni í röð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,25 prósentustiga hækkun.
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,25 prósentustiga hækkun. vísir

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku.

Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%. Þann 24. maí síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig. Mikil óánægja ríkti meðal landsmanna en þá voru stýrivextirnir þegar orðnir 133 prósentum hærri en á evrusvæðinu.

Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum, segir í hagsjá Landsbankans.

„Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð.

Telur hagfræðideildin að það væri óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika.

„Aðeins sjö vikur eru á milli næstu tveggja funda peningastefnunefndar og því hefur hún tækifæri til að hækka vexti aftur strax í október ef hún telur þörf á.“


Tengdar fréttir

Vonandi ekki þjóðar­sátt um að Seðla­bankinn bregðist einn við

Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, segir gríðar­lega mikil­vægt að aðilar vinnu­markaðarins og ríkis­valdsins standi undir sinni á­byrgð og taki þátt í því að bregðast við verð­bólgu og verð­bólgu­væntingum með Seðla­banka Ís­lands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×