Innlent

Ráðning heilsu­gæslu­for­stjóra enn í ferli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, eru meðal umsækjenda um forstjórastarfið.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, eru meðal umsækjenda um forstjórastarfið. vísir

Ráðning í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins, sem auglýst var laust til umsóknar í maí, er enn í ferli. 

Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfrestur rann út 15. júní en nýr forstjóri á að taka við 1. september 2023.

„Það fer fljótlega að draga til tíðinda,“ segir í svarinu.

Óskar Reykdalsson, hefur verið forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðin fjögur ár.vísir/egill

Embættið var auglýst laust til umsóknar í maí eftir að Óskar Reykdalsson, sem hefur verið forstjóri síðustu fjögur ár, tilkynnti að hann hygðist ekki sækjast eftir endurráðningu.

Sex sóttu um stöðuna, þar á meðal Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
  • Nanna Sigríður Kristinsdóttir, heimilislæknir
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
  • Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála



Fleiri fréttir

Sjá meira


×