Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2023 20:30 Maríanna segir áríðandi að koma upp bæði neyslurými og dagdvöl fyrir heimilislausa karlmenn. Vísir/Arnar Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. Enn hefur engin hæfileg staðsetning fundist fyrir nýtt neyslurými á Íslandi en hálft ár er síðan það lokaði. Fram kom í fréttum í sumar að Reykjarvíkurborg væri með húsnæði í kostnaðarmati og að Rauði krossinn væri tilbúinn með einingahús fyrir rýmið en Reykjavíkurborg hefur ekki sýnt því áhuga. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, segir áríðandi að rýminu verði fundinn staður. „Við erum búin að setja fjármagnið í þetta, fyrir þjónustunni og stöðugildunum, í gegnum sjúkratryggingar þannig það er alger synd að við séum ekki búin að finna þessu stað,“ segir Willum og að hann sé í góðum samskiptum við bæði borgina og Rauða krossinn. Hann segir að búið sé að skipa starfshóp sem eigi að fara yfir stefnu okkar í skaðaminnkun og að hann sé í góðu sambandi við SÁÁ, Foreldrahús og önnur samtök hvað varðar fjármagn sem var búið að eyrnamerkja málaflokknum í vor en þá lofaði hann 225 milljónum í ýmsar aðgerðir og meðferðarúrræði. Maríanna var tíður notandi neyslurýmisins og segir mikla þörf á að koma upp nýju rými áður en sumrinu lýkur. Sjálf er hún nú í skömmtunarmeðferð en segir marga sem hún þekkir þurfa á þessari þjónustu að halda. „Ég komst loksins í skömmtun og lífsgæði mín hafa batnað um 100 prósent. Ég þarf aldrei aftur að vera veik, aldrei. Ég er nýbúin að fá mér og er eðlileg og fúnkerandi og get lifað eðlilegu lífi. Það fer ekki lengur allur dagurinn í það að redda mér pening, að vera skaðvaldur í samfélaginu. Nú fer ég bara í mitt apótek, sæki lyfin mín, tek þau og punktur basta,“ segir Maríanna en hún er með trygga skömmtun næstu þrjú árin. „Planið er að minnka skömmtunina eins og hægt er, en ég verð aldrei laus við hana. Þetta er viðhaldsmeðferð undir eftirliti lækna,“ segir Maríanna sem hefur reynt ýmislegt eins og Suboxone sem hafi aðeins látið henni líða illa. Hún segist heyra af og finna fyrir lokun neyslurýmisins víða og nefnir sem dæmi aukinn fjölda sýkinga og andláta. „Ég hef orðið vör við breytingar eftir að það lokaði. Ég heyri af mörgum með fleiri sýkingar. Ég hef enga tölfræði á bak við en tilfinning mín er sú að þetta hafi haft mikil áhrif,“ segir Maríanna og útskýrir að í Ylju hafi fólk getað fengið aðstoð við að sprauta sig sem dæmi. Það séu ekki allir eins færir í því og að sumir þurfi mikla hjálp. „Þegar það er ekkert neyslurými, þá er engin hjálp og þá er verið að skjóta framhjá. Þá eru sýkingar og fólk getur dáið úr þessum sýkingum.“ Spurð hvort hún hafi orðið vör við fleiri andlát segir Maríanna að hún heyri af slíku í hverri viku. „Sama hvort það er óvart, viljandi, bara í hverri viku. Maður þekkir ekkert alla en þetta er stöðugt. Maður er orðinn harðnaður fyrir þessu,“ segir hún og að hún hafi rætt við starfsmann VOR-teymisins um að koma upp sérstökum sorgarhópi fyrir þennan hóp. „Við þurfum sannarlega á því að halda.“ Hún segir það á sama tíma og henni finnist mikil synd að svo hafi farið fyrir rýminu það ekki koma á óvart að það sé ekki komið upp. „Ég var búin að spá fyrir þessu og segja að þetta yrði svona. Að þetta yrði saltað yfir sumarið og svo bara reynt að láta þetta deyja út. Því það er alltaf eins og við skiptum ekki máli, en við erum fólk eins og þið. Við eigum alveg sama tilverurétt og allir aðrir,“ segir Maríanna og að lykilatriði fyrir neyslurýmið, þegar það kemur upp, sé að það verði nálægt gistiskýlunum því fólk eigi lítinn pening og fáir strætókort til að komast á milli staða. Það verði að vera í göngufæri. Maríanna segir að auk þess að kom upp nýju neyslurými þurfi að huga að dagsdvöl fyrir heimilislausa karlmenn. „Sumarið er að verða búið og það er ekkert dagrými fyrir karlmenn enn þó að því sé búið að lofa. Þeir eru enn settir inn á bókasöfn, inn um börnin. Það er algerlega út úr kú,“ segir Maríanna en konur geta farið á daginn í Skjólið. Hún segir áríðandi að ná þessu inn fyrir veturinn og segir í raun ótrúlegt að ekki fleiri andlát hafi orðið síðasta vetur. Hana segist kvíða vetrinum fyrir þeirra hönd sem ekki komast neins staðar inn. „Ég hef fengið að vera á sófum og væri ekkert án fólksins sem ég á í kringum mig,“ segir Maríanna og að hún hafi verið í ár í Konukoti en það hafi ekki endað vel. Hún telur þjónustuna þar mega vera betri og að húsnæðið sjálft sé úr sér gengið. „Það má bara rífa húsið. Það er löngu sprungið. Það eru rúm þarna fyrir fimmtán og við vorum stundum tuttugu. Þetta á ekki að líðast,“ segir Maríanna og að hún myndi sjá meiri velferð á Íslandi, fyrir alla. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Enn hefur engin hæfileg staðsetning fundist fyrir nýtt neyslurými á Íslandi en hálft ár er síðan það lokaði. Fram kom í fréttum í sumar að Reykjarvíkurborg væri með húsnæði í kostnaðarmati og að Rauði krossinn væri tilbúinn með einingahús fyrir rýmið en Reykjavíkurborg hefur ekki sýnt því áhuga. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, segir áríðandi að rýminu verði fundinn staður. „Við erum búin að setja fjármagnið í þetta, fyrir þjónustunni og stöðugildunum, í gegnum sjúkratryggingar þannig það er alger synd að við séum ekki búin að finna þessu stað,“ segir Willum og að hann sé í góðum samskiptum við bæði borgina og Rauða krossinn. Hann segir að búið sé að skipa starfshóp sem eigi að fara yfir stefnu okkar í skaðaminnkun og að hann sé í góðu sambandi við SÁÁ, Foreldrahús og önnur samtök hvað varðar fjármagn sem var búið að eyrnamerkja málaflokknum í vor en þá lofaði hann 225 milljónum í ýmsar aðgerðir og meðferðarúrræði. Maríanna var tíður notandi neyslurýmisins og segir mikla þörf á að koma upp nýju rými áður en sumrinu lýkur. Sjálf er hún nú í skömmtunarmeðferð en segir marga sem hún þekkir þurfa á þessari þjónustu að halda. „Ég komst loksins í skömmtun og lífsgæði mín hafa batnað um 100 prósent. Ég þarf aldrei aftur að vera veik, aldrei. Ég er nýbúin að fá mér og er eðlileg og fúnkerandi og get lifað eðlilegu lífi. Það fer ekki lengur allur dagurinn í það að redda mér pening, að vera skaðvaldur í samfélaginu. Nú fer ég bara í mitt apótek, sæki lyfin mín, tek þau og punktur basta,“ segir Maríanna en hún er með trygga skömmtun næstu þrjú árin. „Planið er að minnka skömmtunina eins og hægt er, en ég verð aldrei laus við hana. Þetta er viðhaldsmeðferð undir eftirliti lækna,“ segir Maríanna sem hefur reynt ýmislegt eins og Suboxone sem hafi aðeins látið henni líða illa. Hún segist heyra af og finna fyrir lokun neyslurýmisins víða og nefnir sem dæmi aukinn fjölda sýkinga og andláta. „Ég hef orðið vör við breytingar eftir að það lokaði. Ég heyri af mörgum með fleiri sýkingar. Ég hef enga tölfræði á bak við en tilfinning mín er sú að þetta hafi haft mikil áhrif,“ segir Maríanna og útskýrir að í Ylju hafi fólk getað fengið aðstoð við að sprauta sig sem dæmi. Það séu ekki allir eins færir í því og að sumir þurfi mikla hjálp. „Þegar það er ekkert neyslurými, þá er engin hjálp og þá er verið að skjóta framhjá. Þá eru sýkingar og fólk getur dáið úr þessum sýkingum.“ Spurð hvort hún hafi orðið vör við fleiri andlát segir Maríanna að hún heyri af slíku í hverri viku. „Sama hvort það er óvart, viljandi, bara í hverri viku. Maður þekkir ekkert alla en þetta er stöðugt. Maður er orðinn harðnaður fyrir þessu,“ segir hún og að hún hafi rætt við starfsmann VOR-teymisins um að koma upp sérstökum sorgarhópi fyrir þennan hóp. „Við þurfum sannarlega á því að halda.“ Hún segir það á sama tíma og henni finnist mikil synd að svo hafi farið fyrir rýminu það ekki koma á óvart að það sé ekki komið upp. „Ég var búin að spá fyrir þessu og segja að þetta yrði svona. Að þetta yrði saltað yfir sumarið og svo bara reynt að láta þetta deyja út. Því það er alltaf eins og við skiptum ekki máli, en við erum fólk eins og þið. Við eigum alveg sama tilverurétt og allir aðrir,“ segir Maríanna og að lykilatriði fyrir neyslurýmið, þegar það kemur upp, sé að það verði nálægt gistiskýlunum því fólk eigi lítinn pening og fáir strætókort til að komast á milli staða. Það verði að vera í göngufæri. Maríanna segir að auk þess að kom upp nýju neyslurými þurfi að huga að dagsdvöl fyrir heimilislausa karlmenn. „Sumarið er að verða búið og það er ekkert dagrými fyrir karlmenn enn þó að því sé búið að lofa. Þeir eru enn settir inn á bókasöfn, inn um börnin. Það er algerlega út úr kú,“ segir Maríanna en konur geta farið á daginn í Skjólið. Hún segir áríðandi að ná þessu inn fyrir veturinn og segir í raun ótrúlegt að ekki fleiri andlát hafi orðið síðasta vetur. Hana segist kvíða vetrinum fyrir þeirra hönd sem ekki komast neins staðar inn. „Ég hef fengið að vera á sófum og væri ekkert án fólksins sem ég á í kringum mig,“ segir Maríanna og að hún hafi verið í ár í Konukoti en það hafi ekki endað vel. Hún telur þjónustuna þar mega vera betri og að húsnæðið sjálft sé úr sér gengið. „Það má bara rífa húsið. Það er löngu sprungið. Það eru rúm þarna fyrir fimmtán og við vorum stundum tuttugu. Þetta á ekki að líðast,“ segir Maríanna og að hún myndi sjá meiri velferð á Íslandi, fyrir alla.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20. júlí 2023 13:20
„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00
Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02
Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04