Yfirfullt í strætó í gær: Gáfust upp þegar fimmti vagninn keyrði fram hjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 15:41 Metfjöldi lét sjá sig á gleðigöngunni sem haldin var í blíðskaparveðri í gær. Vilhelm/Ívar Fannar Fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferðina vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn í gær. Íbúi í Hafnarfirði segist hafa snúið aftur heim með börnin sín eftir að fimmti vagninn keyrði fram hjá. Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu. Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu.
Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira