Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 19:31 Haila segist vera fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna ásakananna. EPA Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla. Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023 Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023
Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira