Er þér boðið í partý? Rannveig Tenchi Ernudóttir skrifar 12. ágúst 2023 17:31 Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Rannveig Ernudóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun