Andri og Ragnhildur á toppnum og niðurskurðurinn nálgast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 17:36 Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki. mynd/seth@golf.is Annar dagur Íslandsmótsins í golfi hófst í morgun og nú eru allir kylfingar farnir af stað. Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki, en karlameginn trónir Andri Þór Björnsson á toppnum. Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira