Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Fjalladís urðu tvöfaldir heimsmeistarar í gær. Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á. Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á.
Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira