Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 08:50 Lögreglumenn standa vörð við sjúkrahús í Quito þangað sem margir þeirra sem særðust í árásinni á Villavicencio voru fluttir á miðvikudagskvöld. AP/Juan Diego Montenegro Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu. Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23