Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:58 Íbúar Lahaina horfðu á eldinn nálgast bæinn á þriðjudag. Nú eru að minnsta kosti 53 látnir og tala látinna mun líklega hækka enn frekar. AP/Alan Dickar Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38