Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:58 Íbúar Lahaina horfðu á eldinn nálgast bæinn á þriðjudag. Nú eru að minnsta kosti 53 látnir og tala látinna mun líklega hækka enn frekar. AP/Alan Dickar Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38