Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“ Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira