Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:22 Konum stendur mikið úrval tíðavara til boða en enginn staðall er til um rakadrægni þeirra. Getty Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira