Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:22 Konum stendur mikið úrval tíðavara til boða en enginn staðall er til um rakadrægni þeirra. Getty Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira