Erlent

Eftir­­­lýstur í ellefu ár: Ljós­­mynd af fögnuði eftir sigur­­leik Napólí kom upp um ítalskan glæpa­mann

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fögnuðurinn var mikill þegar knattspyrnulið Napólí sigraði ítölsku deildina í fyrsta skiptið í 33 ár í vor.
Fögnuðurinn var mikill þegar knattspyrnulið Napólí sigraði ítölsku deildina í fyrsta skiptið í 33 ár í vor. EPA

Ítalskur maður sem eftirlýstur hefur verið í ellefu ár var gripinn á grísku eyjunni Corfu eftir að ljósmynd af honum að fagna sigri knattspyrnuliðs síns gaf til kynna hvar hann héldi sig.

Hinn sextugi Vincenzo La Porta er grunaður um að tengjast glæpasamtökum Camorra í Napólí. La Porta hefur verið á flótta frá lögreglunni í ellefu ár en nýlega náðist mynd af honum að fagna sigri Napólí í ítölsku deildinni í knattspyrnu á eyjunni Corfu í Grikklandi.

„Það sem eyðilagði fyrir honum var ástríða hans fyrir knattspyrnu og Napólí,“ sagði lögreglan í Napólí í samtali við BBC. Þá segir hún að ljósmyndin hafi verið tekin af La Porta og öðrum aðdáendum Napólí fyrir utan veitingahús á eyjunni þegar knattspyrnuliðið vann ítölsku deildina í fyrsta skipti í 33 ár.

La Porta hefur í fjarveru sinni verið dæmdur fyrir þátttöku í glæpastarfsemi, skattsvik og fjársvik. Lögreglu tókst að handtaka hann meðan hann ók skellinöðru sinni á Corfu í gær.

Hann situr nú í fangelsi þar sem hann bíður eftir að verða fluttur til Ítalíu, þar sem hann standur frammi fyrir fjórtán ára langri fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×