Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 13:06 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira