Útilegukindur leggja línurnar fyrir helgina Íris Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 11:33 Þau Eva Rós, Heiðar Logi og Egill Fannar deila góðum útileguráðum. Vinsælasta ferðahelgi landsmanna er handan við hornið og ekki seinna vænna en að taka stöðuna fyrir ferðaþyrsta landsmenn um góð ráð varðandi útileguna. Vísir heyrði í nokkrum þaulvönum útilegukindum. Útilegur geta verið allskonar og misjafnt hvað fólk miklar fyrir sér. Mörgum þykir einfaldleikinn bestur og grilla sér pylsur á einnota grilli í lopapeysu og gönguskóm. Aðrir velja aukin þægindi og víla ekki fyrir sér að pakka niður grískri jógúrt og múslí samhliða sérvöldu salati og dýrkeyptu kjöti. Það þarf auðvitað ekki að vera flókið að ferðast en litlir og einfaldir hlutir geta aukið ánægju útilegunnar til muna. Til að mynda það að muna eftir kaffivélinni, skordýraspreyinu og sólgleraugunum. Álitsgjafar okkar eiga það sameiginlegt að ferðast mikið og kunna listina að njóta vel í fallegri náttúru Íslands. Ábendingar þeirra gætu gagnast óvanari ferðalöngum á leið út úr bænum um helgina. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar Eva Rós Brink verkfræðingur og listakokkur nefnir fyrst og fremst ullarföt, súkkulaði og góðan undirbúning þegar kemur að matvörum. „Lopapeysan er algjört lykilatriði sem og ullarsokkar og allt mögulegt af hlýjum fötum því það er alltaf allra veðra von á þessu blessaða landi okkar, alveg sama hvað veðurspáin segir. Svo er líka nauðsynlegt að vera með vatnshelda skó og nóg af auka sokkum. Hleðslubankar fyrir síma og tæki mega heldur ekki gleymast heima sem og góðar kaffigræjur, sama hvort það sé vél eða pressukanna og prímus. Það er ekkert verra en að vera kaffilaus í útilegu! Ljós til að kveikja um kvöldið og skapa huggulega stemningu og passa að muna eftir kveikjara eða eldspítum. Maður lendir í veseni ef það gleymist. Svo mæli ég með að pakka niður spilum, Bluetooth hátalara fyrir tónlistina og nóg af súkkulaði. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar. View this post on Instagram A post shared by Eva Brink (@evabrink) Blautþurrkur mesta snilldin Passa líka að búið sé að fylla á allt gas. Það er ekkert verra en að ætla að grilla og verða gaslaus. Svo finnst mér gagnlegt að vera búin að hlaða niður korti af svæðinu sem á að flakka um þar sem netið á það til að bregðast manni. Já og gott kælibox, það er nauðsynlegt. Hvað varðar matar-tips mæli ég með að vera búin að græja og gera eins mikið og hægt er heima fyrir svo allt gangi sem auðveldast fyrir sig. Krydda eða marinera kjötið, blanda í hafragrautinn og svo framvegis. Ferlega praktískt og leiðinlegt en mun reynast vel. Pokar fyrir rusl og dósir eru líka nauðsyn sem og blautþurrkur sem eru mesta snilld til að þurrka upp ef sullast í bílinn eða til að þrífa útileguborðið og skítugar hendur. Litlir bakpokar líka fyrir gönguferðir svo maður þurfi ekki að burðast með allan farangurinn og svo auðvitað vatnsflöskur.“ Mokkakannan mikilvægust Egill Fannar Halldórsson, áhrifavaldur og athafnamaður segir mokkakönnuna það mikilvægasta þegar kemur að útilegunni. „Það mikilvægasta sem fer í matarkassann hjá okkur er mokkakannan og gott kaffi. Það er einn af hápunktum útilegunnar að taka góðan morgunbolla í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by egill (@egillhalldorsson) Annað sem mér finnst mikilvægt er að fara aldrei út úr húsi án þess að hafa sundföt og handklæði, til þess að geta hoppað ofan í náttúrulaug, sundlaug eða jafnvel sjóinn. Það þarf alltaf að fara í bað og það er hundleiðinlegt að fara í sturtu á tjaldsvæðinu. Síðast en ekki síst þá förum við aldrei neitt án þess að finna skemmtilega göngu á því svæði sem við endum hverju sinni. Svo góðir gönguskór og göngunesti fara alltaf með í ferðalagið.“ Mælir með að mæta snemma Ævintýragarpurinn Heiðar Logi segir lykilatriði að grípa með sér góð og hlý föt fyrir kvöldvökuna. „Ég mæli með jet-boiler i útileiguna, ekkert eðlilega einföld og fljót leið til að hita vatn í kaffið, te eða kakó. Fyrir kaffi í tjaldi eða húsbíl mæli eg með aero-press. Geggjað kaffi. Það er svo gaman að búa það til, mjög einfalt og tekur ekkert pláss. Einnota eða filmu myndavél sem hægt er að láta framkalla og fá beint i símann eða tölvuna. Fílingurinn er endalaus. View this post on Instagram A post shared by Heiðar Logi (@heidarlogi) Koma sér snemma fyrir á tjaldsvæðum. Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður fær lélegt stæði eða þarf að keyra a milli því allt er fullt. Og alls ekki gleyma að taka með góða skapið! Sjálfur ætla ég í húsbíla ferðalag um Vestfirði og vera á flakki í viku eða tíu daga.“ Ferðalög Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Útilegur geta verið allskonar og misjafnt hvað fólk miklar fyrir sér. Mörgum þykir einfaldleikinn bestur og grilla sér pylsur á einnota grilli í lopapeysu og gönguskóm. Aðrir velja aukin þægindi og víla ekki fyrir sér að pakka niður grískri jógúrt og múslí samhliða sérvöldu salati og dýrkeyptu kjöti. Það þarf auðvitað ekki að vera flókið að ferðast en litlir og einfaldir hlutir geta aukið ánægju útilegunnar til muna. Til að mynda það að muna eftir kaffivélinni, skordýraspreyinu og sólgleraugunum. Álitsgjafar okkar eiga það sameiginlegt að ferðast mikið og kunna listina að njóta vel í fallegri náttúru Íslands. Ábendingar þeirra gætu gagnast óvanari ferðalöngum á leið út úr bænum um helgina. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar Eva Rós Brink verkfræðingur og listakokkur nefnir fyrst og fremst ullarföt, súkkulaði og góðan undirbúning þegar kemur að matvörum. „Lopapeysan er algjört lykilatriði sem og ullarsokkar og allt mögulegt af hlýjum fötum því það er alltaf allra veðra von á þessu blessaða landi okkar, alveg sama hvað veðurspáin segir. Svo er líka nauðsynlegt að vera með vatnshelda skó og nóg af auka sokkum. Hleðslubankar fyrir síma og tæki mega heldur ekki gleymast heima sem og góðar kaffigræjur, sama hvort það sé vél eða pressukanna og prímus. Það er ekkert verra en að vera kaffilaus í útilegu! Ljós til að kveikja um kvöldið og skapa huggulega stemningu og passa að muna eftir kveikjara eða eldspítum. Maður lendir í veseni ef það gleymist. Svo mæli ég með að pakka niður spilum, Bluetooth hátalara fyrir tónlistina og nóg af súkkulaði. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar. View this post on Instagram A post shared by Eva Brink (@evabrink) Blautþurrkur mesta snilldin Passa líka að búið sé að fylla á allt gas. Það er ekkert verra en að ætla að grilla og verða gaslaus. Svo finnst mér gagnlegt að vera búin að hlaða niður korti af svæðinu sem á að flakka um þar sem netið á það til að bregðast manni. Já og gott kælibox, það er nauðsynlegt. Hvað varðar matar-tips mæli ég með að vera búin að græja og gera eins mikið og hægt er heima fyrir svo allt gangi sem auðveldast fyrir sig. Krydda eða marinera kjötið, blanda í hafragrautinn og svo framvegis. Ferlega praktískt og leiðinlegt en mun reynast vel. Pokar fyrir rusl og dósir eru líka nauðsyn sem og blautþurrkur sem eru mesta snilld til að þurrka upp ef sullast í bílinn eða til að þrífa útileguborðið og skítugar hendur. Litlir bakpokar líka fyrir gönguferðir svo maður þurfi ekki að burðast með allan farangurinn og svo auðvitað vatnsflöskur.“ Mokkakannan mikilvægust Egill Fannar Halldórsson, áhrifavaldur og athafnamaður segir mokkakönnuna það mikilvægasta þegar kemur að útilegunni. „Það mikilvægasta sem fer í matarkassann hjá okkur er mokkakannan og gott kaffi. Það er einn af hápunktum útilegunnar að taka góðan morgunbolla í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by egill (@egillhalldorsson) Annað sem mér finnst mikilvægt er að fara aldrei út úr húsi án þess að hafa sundföt og handklæði, til þess að geta hoppað ofan í náttúrulaug, sundlaug eða jafnvel sjóinn. Það þarf alltaf að fara í bað og það er hundleiðinlegt að fara í sturtu á tjaldsvæðinu. Síðast en ekki síst þá förum við aldrei neitt án þess að finna skemmtilega göngu á því svæði sem við endum hverju sinni. Svo góðir gönguskór og göngunesti fara alltaf með í ferðalagið.“ Mælir með að mæta snemma Ævintýragarpurinn Heiðar Logi segir lykilatriði að grípa með sér góð og hlý föt fyrir kvöldvökuna. „Ég mæli með jet-boiler i útileiguna, ekkert eðlilega einföld og fljót leið til að hita vatn í kaffið, te eða kakó. Fyrir kaffi í tjaldi eða húsbíl mæli eg með aero-press. Geggjað kaffi. Það er svo gaman að búa það til, mjög einfalt og tekur ekkert pláss. Einnota eða filmu myndavél sem hægt er að láta framkalla og fá beint i símann eða tölvuna. Fílingurinn er endalaus. View this post on Instagram A post shared by Heiðar Logi (@heidarlogi) Koma sér snemma fyrir á tjaldsvæðum. Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður fær lélegt stæði eða þarf að keyra a milli því allt er fullt. Og alls ekki gleyma að taka með góða skapið! Sjálfur ætla ég í húsbíla ferðalag um Vestfirði og vera á flakki í viku eða tíu daga.“
Ferðalög Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira