„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 15:16 Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Guðmundur Árni Stefánsson segir að flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórn landsins. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. „Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira