Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar. CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar.
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira