Íslendingar geta leyst sakamál í göngutúrnum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 21:14 Karl Thoroddsen, maðurinn á bak við smáforritið Krimmi. Vísir/Arnar Nýtt íslenskt smáforrit leyfir Íslendingum að setja sig í fótspor rannsóknarlögreglumanna um land allt. Hver saga gerist á mismunandi stað en gerast einnig nokkrar sögur erlendis. Smáforritið Krimmi kom út fyrir einni og hálfri viku síðan en gengur forritið út á það að fólk leysi sakamál á meðan það er í göngutúr. Forritið er alíslenskt og eru allar sögurnar eftir íslenska höfunda. „Þetta virkar þannig að það eru um það bil 30 sögur á íslandi á ýmsum stöðum allt frá Ísafirði, til Reykjavíkur og Akureyrar. Þú ert á einhverjum stað, opnar appið, sérð að það er saga nálægt þér. Þú verður að rannsóknarlögreglumanni,. Það er sagt að lík fannst hérna, þú gengur á þann stað og athugar verksummerkin með hjálp þrívíddartækninnar og velur hvert þú vilt fara næst. Að lokum eftir svona tvo tíma ertu búinn að fá góðan göngutúr og leysa sakamál,“ segir Karl Thoroddsen, eigandi Krimma. Fréttamaður verður að rannsóknarlögreglumanni Hver saga kostar frá 140 til níu hundruð krónur og tekur frá klukkutíma að þremur tímum að leysa hvert mál. Og fékk fréttamaður að leysa eina ráðgátu. Hægt er að sjá hvernig það gekk í klippunni hér fyrir neðan. Forritið er fyrst um sinn einungis í boði fyrir notendur með Apple-tæki en vonast Karl eftir því að geta boðið notendum með Android-síma upp á forritið á næstunni. Þá á hann von á fleiri nýjungum í forritinu. „Það er búist við mjög stórri, langri sakamálasögu úr Reykjavík. Ég á von á einni sem gerist á hringferð um landið,“ segir Karl. „Það er mjög skemmtilegt að leysa þessar sögur í hóp. Alveg mjög skemmtilegt. Sérstaklega vegna þess að þessi þrívíddareiginleiki appsins, hann veldur því að sögurnar verða miklu meiri upplifun fyrir lesendur.“ Tækni Grín og gaman Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Smáforritið Krimmi kom út fyrir einni og hálfri viku síðan en gengur forritið út á það að fólk leysi sakamál á meðan það er í göngutúr. Forritið er alíslenskt og eru allar sögurnar eftir íslenska höfunda. „Þetta virkar þannig að það eru um það bil 30 sögur á íslandi á ýmsum stöðum allt frá Ísafirði, til Reykjavíkur og Akureyrar. Þú ert á einhverjum stað, opnar appið, sérð að það er saga nálægt þér. Þú verður að rannsóknarlögreglumanni,. Það er sagt að lík fannst hérna, þú gengur á þann stað og athugar verksummerkin með hjálp þrívíddartækninnar og velur hvert þú vilt fara næst. Að lokum eftir svona tvo tíma ertu búinn að fá góðan göngutúr og leysa sakamál,“ segir Karl Thoroddsen, eigandi Krimma. Fréttamaður verður að rannsóknarlögreglumanni Hver saga kostar frá 140 til níu hundruð krónur og tekur frá klukkutíma að þremur tímum að leysa hvert mál. Og fékk fréttamaður að leysa eina ráðgátu. Hægt er að sjá hvernig það gekk í klippunni hér fyrir neðan. Forritið er fyrst um sinn einungis í boði fyrir notendur með Apple-tæki en vonast Karl eftir því að geta boðið notendum með Android-síma upp á forritið á næstunni. Þá á hann von á fleiri nýjungum í forritinu. „Það er búist við mjög stórri, langri sakamálasögu úr Reykjavík. Ég á von á einni sem gerist á hringferð um landið,“ segir Karl. „Það er mjög skemmtilegt að leysa þessar sögur í hóp. Alveg mjög skemmtilegt. Sérstaklega vegna þess að þessi þrívíddareiginleiki appsins, hann veldur því að sögurnar verða miklu meiri upplifun fyrir lesendur.“
Tækni Grín og gaman Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira