Hestar festust á ótrúlegan hátt saman á hófunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2023 15:02 Hestunum tveimur tókst á einhvern ótrúlegan hátt að festast á hófunum án þess að slasa sig. Hestamannafélagið Skagfirðingur fór í fimm daga ferð um Þingeyjarsveit. Það var mikill hasar í ferðinni og duttu nokkrir knapar af baki. Annan daginn áttu sér stað undur og stórmerki þegar tveir hestar festust saman á hófunum. Erla Unnur Sigurðardóttir fór í ferðina og náði því á myndband þegar hestarnir tveir festust saman. Hér fyrir neðan má lesa ferðasögu Erlu og sjá myndband sem hún tók af atburðinum sem vakti furðu allra. „Við vorum í hestaferð um Þingeyjarsýslu dagana 26. til 30. júlí. Fórum um Köldukinn og Aðaldal og gistum á bænum Landamóti allar næturnar. Sigurður Sveinn og hans kona eru með góða aðstöðu þar fyrir hestafólk,“ segir Erla. Erla Unnur er mikil hestakona.Facebook „Þennan dag sem þetta skeði vorum við að fara frá Torfunesi yfir á Sand. Hrossin voru búin að vera rosalega erfið hjá okkur, mikið hlaup á þeim og það hélt áfram á degi tvö.“ „Þau voru öll gefin fyrir að hlaupa og nokkrir hestar sem voru erfiðir og þrýstu á undanreiðarmenn og reyndu að komast fram úr þeim,“ segir Erla en hestamennirnir voru rúmlega þrjátíu talsins og hrossin um 130. „Meiri parturinn er fyrir framan til að hafa hemil á þessu. Það verður alltaf að fara fólk á undan til þess að leiða hrossin. Svo eru aðrir til að halda utan um af því þau vilja stökkva inn í heimreiðar og út um allar trissur. Og það getur verið hasar.“ Hestur læknisins leið út af Annan daginn var sérstaklega mikill hasar en þá leið yfir einn hestinn og tveir knapar duttu af baki. „Við erum búin að fara einn legg og það húrraði einn hestur á malbikinu með unglingsstrák,“ segir Erla en sem betur fer var læknir að nafninu Ingólfur með í för. Drengurinn var sendur í myndatöku á Húsavík og reyndist óbrotinn. Kort af ferð Hestamannafélagsins Skagfirðings.Skagfirðingur Eftir það stoppaði hópurinn á fyrirframákveðnu stoppi. Þegar þau ætluðu að leggja af stað aftur spenntist hestur læknisins upp, prjónaði og svo leið yfir hann. „Við héldum að hrossið hefði dottið niður dautt. Knapinn seig niður með hrossinu en náði að færa fótinn frá þannig hann festist ekki. Svo ranghvolfdust í því augun og það ofandaði. Ég og aðrir urðum að fara til þess að fylgja hópnum en þá fóru aðrir að hjálpa honum.“ „Á næsta stoppi þá töpuðum við tveimur hrossum út í hraun,“ segir Erla. „Svo komu þau aftur og þá æstist hópurinn allur upp við að sjá þau koma inn. Þá ruddust þau á brúnna á undanreiðarmenn og þeir lentu í þvögunni. Kona sem var ekki góð í bakinu rúllaði þá af baki en meiddi sig ekki neitt. Það var stoppað augnablik til að hjálpa henni á bak.“ „Áfram var haldið og þá var allt í einu stopp aftur. Þá hugsaði maður Hvað nú? Er enn einn dottinn af baki? en þá var það þetta,“ segir Erla. Hér má sjá nærmynd af hófum hestanna föstum saman. Hvað gerðist þá nákvæmlega? „Það er nú það. Við vitum það eiginlega ekki, enginn sá þetta ske. Það voru kannski níutíu hross á fullri ferð á undan okkur,“ segir Erla. „Þau greinilega festast og þau hafa bara neglt niður. Þau hafa náð því þannig að hvorugt þeirra slasaðist. Þau höfðu hæglega getað brotnað.“ „Þessi hross þekktust, það er sami eigandi að þessum hrossum sem heitir Annika Webbert,“ segir hún. Berja þurfti hófana í sundur. Þeir skella saman hófunum? „Vinstri afturfótur á þessum vindótta og vinstri framfótur á þessum bleikálótta. Þetta er eiginlega óskiljanlegt. Við vitum ekki alveg hvernig þetta er hægt,“ segir Erla. „Við munum örugglega aldrei upplifað annað eins.“ „Bíllinn kom fyrir rest og þau voru dálitla stund að berja þetta í sundur. Þeir voru fastir saman á hælunum á skeifunum. Hrossin voru síðan teymd smáspöl, voru aðeins hölt en svo jöfnuðu þau sig og daginn eftir var allt í lagi með þau.“ „Þau voru ótrúlega róleg hrossin. Svo stóðum við þarna í kring og héldum í hestana fyrir þá sem voru að baksa við þetta. Við vorum með reiðhestana þarna í hring, prjónandi og brjálaða af því þeir vildu halda áfram. Þannig það voru læti þarna í kring.“ Fjöldi manna þurfti að hjálpast að til að losa hestana. Hestar Þingeyjarsveit Skagafjörður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Erla Unnur Sigurðardóttir fór í ferðina og náði því á myndband þegar hestarnir tveir festust saman. Hér fyrir neðan má lesa ferðasögu Erlu og sjá myndband sem hún tók af atburðinum sem vakti furðu allra. „Við vorum í hestaferð um Þingeyjarsýslu dagana 26. til 30. júlí. Fórum um Köldukinn og Aðaldal og gistum á bænum Landamóti allar næturnar. Sigurður Sveinn og hans kona eru með góða aðstöðu þar fyrir hestafólk,“ segir Erla. Erla Unnur er mikil hestakona.Facebook „Þennan dag sem þetta skeði vorum við að fara frá Torfunesi yfir á Sand. Hrossin voru búin að vera rosalega erfið hjá okkur, mikið hlaup á þeim og það hélt áfram á degi tvö.“ „Þau voru öll gefin fyrir að hlaupa og nokkrir hestar sem voru erfiðir og þrýstu á undanreiðarmenn og reyndu að komast fram úr þeim,“ segir Erla en hestamennirnir voru rúmlega þrjátíu talsins og hrossin um 130. „Meiri parturinn er fyrir framan til að hafa hemil á þessu. Það verður alltaf að fara fólk á undan til þess að leiða hrossin. Svo eru aðrir til að halda utan um af því þau vilja stökkva inn í heimreiðar og út um allar trissur. Og það getur verið hasar.“ Hestur læknisins leið út af Annan daginn var sérstaklega mikill hasar en þá leið yfir einn hestinn og tveir knapar duttu af baki. „Við erum búin að fara einn legg og það húrraði einn hestur á malbikinu með unglingsstrák,“ segir Erla en sem betur fer var læknir að nafninu Ingólfur með í för. Drengurinn var sendur í myndatöku á Húsavík og reyndist óbrotinn. Kort af ferð Hestamannafélagsins Skagfirðings.Skagfirðingur Eftir það stoppaði hópurinn á fyrirframákveðnu stoppi. Þegar þau ætluðu að leggja af stað aftur spenntist hestur læknisins upp, prjónaði og svo leið yfir hann. „Við héldum að hrossið hefði dottið niður dautt. Knapinn seig niður með hrossinu en náði að færa fótinn frá þannig hann festist ekki. Svo ranghvolfdust í því augun og það ofandaði. Ég og aðrir urðum að fara til þess að fylgja hópnum en þá fóru aðrir að hjálpa honum.“ „Á næsta stoppi þá töpuðum við tveimur hrossum út í hraun,“ segir Erla. „Svo komu þau aftur og þá æstist hópurinn allur upp við að sjá þau koma inn. Þá ruddust þau á brúnna á undanreiðarmenn og þeir lentu í þvögunni. Kona sem var ekki góð í bakinu rúllaði þá af baki en meiddi sig ekki neitt. Það var stoppað augnablik til að hjálpa henni á bak.“ „Áfram var haldið og þá var allt í einu stopp aftur. Þá hugsaði maður Hvað nú? Er enn einn dottinn af baki? en þá var það þetta,“ segir Erla. Hér má sjá nærmynd af hófum hestanna föstum saman. Hvað gerðist þá nákvæmlega? „Það er nú það. Við vitum það eiginlega ekki, enginn sá þetta ske. Það voru kannski níutíu hross á fullri ferð á undan okkur,“ segir Erla. „Þau greinilega festast og þau hafa bara neglt niður. Þau hafa náð því þannig að hvorugt þeirra slasaðist. Þau höfðu hæglega getað brotnað.“ „Þessi hross þekktust, það er sami eigandi að þessum hrossum sem heitir Annika Webbert,“ segir hún. Berja þurfti hófana í sundur. Þeir skella saman hófunum? „Vinstri afturfótur á þessum vindótta og vinstri framfótur á þessum bleikálótta. Þetta er eiginlega óskiljanlegt. Við vitum ekki alveg hvernig þetta er hægt,“ segir Erla. „Við munum örugglega aldrei upplifað annað eins.“ „Bíllinn kom fyrir rest og þau voru dálitla stund að berja þetta í sundur. Þeir voru fastir saman á hælunum á skeifunum. Hrossin voru síðan teymd smáspöl, voru aðeins hölt en svo jöfnuðu þau sig og daginn eftir var allt í lagi með þau.“ „Þau voru ótrúlega róleg hrossin. Svo stóðum við þarna í kring og héldum í hestana fyrir þá sem voru að baksa við þetta. Við vorum með reiðhestana þarna í hring, prjónandi og brjálaða af því þeir vildu halda áfram. Þannig það voru læti þarna í kring.“ Fjöldi manna þurfti að hjálpast að til að losa hestana.
Hestar Þingeyjarsveit Skagafjörður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira