Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 16:01 Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að allar hliðar málsins verði skoðaðar áður en lög eru sett um innlenda greiðslumiðlun. Vísir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46