Alls ekki einangrað tilvik Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 09:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segist ekki hafa komist hjá því að hlæja að fáránleika aðstæðna. Aðsend/Vísir Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. „Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira