Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 11:32 Breki Þórðarson við æfingar fyrir heimsleikana. Arnar Halldórsson Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira
Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira