Fótbolti

Rekinn fyrir að slá leikmann í fýlu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro fékk ekki að spila með Flamengo liðinu í leiknum og var ekki sáttur. Hann átti þó ekki von á hnefahöggi frá styrktarþjálfara liðsins.
Pedro fékk ekki að spila með Flamengo liðinu í leiknum og var ekki sáttur. Hann átti þó ekki von á hnefahöggi frá styrktarþjálfara liðsins. Getty/Franklin Jacome

Aðstoðarþjálfari Flamengo hefur þurft að taka pokann sinn eftir afar óheppilegt atvik í búningsklefanum eftir sigurleik hjá brasilíska félaginu.

Pablo Fernández var aðstoðarþjálfari Jorge Sampaoli hjá Flamengo en varð uppvís að óviðeigandi framkomu eftir leikinn. Hann sló þá einn leikmann liðsins.

Flamengo vann þarna 2-1 sigur á Atletico Mineiro og það mætti halda að allir væru sáttir inn í klefa.

Svo var þó ekki. Framherjinn Pedro missti sæti sitt i byrjunarliðinu og fékk ekki að spila. Hann sat í fýlu í klefanum og Pablo Fernández gekk að honum og sló hann í andlitið.  Fernández var sérstaklega ósáttur með að Pedro hafi neitað að fara að hita upp í leiknum.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu þá var Fernández búinn að slá hann þrisvar sinnum áður en hann hreinlega gaf honum á hann.

Ráðamenn hjá Flamengo töldu það eina í stöðunni vera að reka Pablo Fernández fyrir að slá eigin leikmann. Leikmaðurinn sjálfur ætlar einnig að kæra Fernández fyrir líkamsárás.

Jorge Sampaoli mun vera áfram þjálfari liðsins.

Pedro var í brasilíska landsliðshópnum á HM í Katar og er ein stærsta stjarna Flamengo liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×