„Stríðið færist til Rússlands“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 23:24 Rússneskur hermaður virðir fyrir sér eyðileggingu eftir drónaárás sem Rússar saka Úkraínumenn um að hafa framið. epa Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands. Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00