Tvö Meistaramótsmet féllu á degi tvö á Meistaramóti Íslands Siggeir Ævarsson skrifar 29. júlí 2023 22:31 Hilmar Örn Jónsson varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 11. árið í röð Vísir/Getty Tvö meistaramótsmet voru slegin á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Í sleggjukasti kvenna var það Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sem bætti metið þegar hún kastaði 65,21 metra. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR). Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir kastaði 65,21 metra og setti nýtt meistaramótsmetFacebook FRÍ Hin 17 ára Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi. Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir en er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03. Þá féll fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla þegar Hlynur Andrésson (ÍR) kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur er fyrrum methafi í greininni og á best 3:49,19 mín. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýju persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegru meti, með tíma upp á 4:28,89 mín. Hlynur Andrésson setti meistaramótsmet í 1500 m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 3:53,28Facebook FRÍ Ellefta árið í röð varð Hilmar Örn Jónsson (FH) Íslandsmeistari í sleggjukasti, með kast upp á 73,74 metra en hann er búinn að kasta lengst 74,77 í ár. Hilmar vann mótið með nokkrum yfirbuðrum, en Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfriburðum en hann stökk tæpum meter lengra en næsti maður, eða 7,80m (+2,9). Í öðru sæti var Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) og í þriðja sæti varð Ísak Óli Traustason (UMSS) með 6,84m (+3,7). Í langstökki kvenna munaði aðeins einum sentímeter á tveimur efstu sætunum. Það var Íslandsmethafinn. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sem sigraði í keppninni, stökk 6,29m (+2,1) en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4). Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom eins og oft áður fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Birna Kristín Kristjánsdóttir varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi karla en þarð sem meðvindur var yfir leyfilegum mörkum féll metið ekki. Þetta er í fimmta sinn sem Kolbeinn slær metið og það fær ekki að standa. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Ari Bergmann Ægisson var þriðji á 11,09 sek. Nánar má lesið um mótið og heildarúrslit á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Í sleggjukasti kvenna var það Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sem bætti metið þegar hún kastaði 65,21 metra. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR). Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir kastaði 65,21 metra og setti nýtt meistaramótsmetFacebook FRÍ Hin 17 ára Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi. Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir en er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03. Þá féll fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla þegar Hlynur Andrésson (ÍR) kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur er fyrrum methafi í greininni og á best 3:49,19 mín. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýju persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegru meti, með tíma upp á 4:28,89 mín. Hlynur Andrésson setti meistaramótsmet í 1500 m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 3:53,28Facebook FRÍ Ellefta árið í röð varð Hilmar Örn Jónsson (FH) Íslandsmeistari í sleggjukasti, með kast upp á 73,74 metra en hann er búinn að kasta lengst 74,77 í ár. Hilmar vann mótið með nokkrum yfirbuðrum, en Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfriburðum en hann stökk tæpum meter lengra en næsti maður, eða 7,80m (+2,9). Í öðru sæti var Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) og í þriðja sæti varð Ísak Óli Traustason (UMSS) með 6,84m (+3,7). Í langstökki kvenna munaði aðeins einum sentímeter á tveimur efstu sætunum. Það var Íslandsmethafinn. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sem sigraði í keppninni, stökk 6,29m (+2,1) en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4). Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom eins og oft áður fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Birna Kristín Kristjánsdóttir varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi karla en þarð sem meðvindur var yfir leyfilegum mörkum féll metið ekki. Þetta er í fimmta sinn sem Kolbeinn slær metið og það fær ekki að standa. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Ari Bergmann Ægisson var þriðji á 11,09 sek. Nánar má lesið um mótið og heildarúrslit á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira