Fótbolti

Jamaíka vann sinn fyrsta sigur í sögu HM

Jón Már Ferro skrifar
Mikill fögnuður braust út hjá leikmönnum Jamaíka eftir mark fyrirliðans, Allyson Swaby.
Mikill fögnuður braust út hjá leikmönnum Jamaíka eftir mark fyrirliðans, Allyson Swaby. vísir/getty

Jamaíka vann Panama með einu marki gegn engu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Þetta var fimmti leikurinn í sögunni sem kvennalið þjóðarinnar spilar á HM og sigurinn því sögulegur.

Allyson Swaby, leikmaður Angel City í Bandaríkjunum, skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Var þetta fimmta mark dagsins sem skorað var með skalla á heimsmeistaramótinu í dag en alls hafa níu mörk verið skoruð í dag.

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn en Jamaíka fékk þó fleiri færi og unnu sanngjarnan sigur að lokum.

Úrslitin þýða að Jamaíka er með jafn mörg stig og Frakkland í F-riðlinum en Panama er á botninum án stiga. Panama er því dottið úr leik og kemst ekki í sextán liða úrslit.

Í uppbótartíma fékk Jamaíka víti sem var svo dregið til baka eftir að dómarinn hafði skoðað atvikið á myndbandsupptöku. Ef Jamaíka hefði fengið víti og skorað hefði liðið farið upp fyrir Frakka með betri markatölu. Dómarinn dró dóm sinn til baka og því er Frakkland ofar á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×