Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2023 12:31 Mikill fjöldi fólks sækir alltaf Reykholtshátíð. Valgerður G. Halldórsdóttir Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar
Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira