Fótbolti

Mbappé neitar að ræða við Sádana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Framtíð Kylians Mbappé er í lausu lofti.
Framtíð Kylians Mbappé er í lausu lofti. getty/Antonio Borga

Kylian Mbappé hefur ekki minnsta áhuga á að spila fótbolta í Sádi-Arabíu og hefur neitað að ræða við forráðamenn Al Hilal.

Mbappé á eitt ár eftir af samningi sínum við Paris Saint-Germain og vill komast frá félaginu. Al Hilal sá sér leik á borði og gerði 257 milljóna punda tilboð í Mbappé sem PSG samþykkti.

Samkvæmt L'Equipe neitaði Mbappé hins vegar að ræða við forráðamenn Al Hilal í París í vikunni. Hann hefur því engan áhuga á að fylgja straumi fótboltamanna sem hafa borist til Sádi-Arabíu á undanförnum misseri.

Allt bendir til þess að Mbappé gangi í raðir Real Madrid þegar samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Hvað gerist í vetur er hins vegar óvíst.

Mbappé, sem er fyrirliði franska landsliðsins, hefur leikið með PSG síðan 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×