Lögbrotið kom í ljós þegar tveimur körlum var skipt út fyrir aðra Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:14 Hraðfrystihúsið Gunnvör er með útgerð og fiskvinnslu í Hnífsdal á Vestfjörðum. STÖÐ 2/BALDUR Of margir karlmenn hafa setið í stjórn og varastjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal nær sleitulaust í tíu ár. Framkvæmdastjóri segir stjórn hafa verið kjörna í góðri trú og stjórnendur talið ákvæði laga um hlutföll kynja í stjórnum vera uppfyllt. Til standi að laga hlutfallið sem fyrst. Hlutafélagalög kveða á um að hlutfall kvenna og karla skuli í þessu tilviki ekki vera lægra en fjörutíu prósent. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tvær konur hafi setið í fimm manna aðalstjórn fyrirtækisins í fimmtán til tuttugu ár og saman myndað fjörutíu prósent stjórnarinnar. Á sama tímabili hafi tveir karlmenn verið varamenn og tekið sæti í varastjórn. Í ljósi þessa töldu stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins að skilyrði laganna væri uppfyllt en fyrirtækjaskrá Skattsins gerði nýverið athugasemd þegar tveimur karlmönnum var skipt út fyrir aðra. Skýringin er sú að þegar karlkyns varamennirnir tveir eru taldir með, líkt og gert er ráð fyrir í lögum, fellur heildarhlutfall kvenna í aðal- og varastjórn niður fyrir fjörutíu prósent viðmiðið. Fyrirtækið gerir út togarann Pál Pálsson ÍS-102 sem er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtækisins.Hraðfrystihúsið Gunnvör Engin breyting á kynjahlutföllum Einar segir að einn karlmaður hafi farið út úr aðalstjórn félagsins á síðasta ári í kjölfar breytingar á eignarhaldi félagsins og síðar hafi einn varamaður hætt sömuleiðis. „Núna í rúmt ár eru bara búin að vera tveir karlar og tvær konur í stjórninni og núna á aðalfundi síðast var bætt við einum karli í viðbót eins og verið hafði og sömuleiðis einum karli í varastjórn eins og verið hafði. Það var engin breyting á kynjahlutföllum en apparatið kemst að því að við uppfyllum ekki kynjahlutföllin,“ segir Einar og vísar þar til fyrirtækjaskrár Skattsins sem heldur utan um upplýsingar um stjórnir hlutafélaga. Ekki hafi verið gerð athugasemd við þetta fyrr en gögnum var skilað inn í kjölfar þess að ný stjórn var kjörin. Nú væri bent á að minnst ein kona þyrfti sömuleiðis að vera í varastjórn. Samkvæmt þessari túlkun fyrirtækjaskrár hefur félagið ekki uppfyllt lagaákvæði um kynjakvóta í stjórnum frá því það tók gildi árið 2013, ef frá er talið það tímabil sem leið frá því að annar varamaðurinn hætti og nýr karlmaður var kjörinn í hans stað. Engum vikið úr stjórn til að laga hlutfallið BB.is greindi fyrst frá málinu en þar er staðhæft að kynjahlutfallið hafi verið lagað með því að fækka um einn karlmann í aðalstjórn. Einar segir þetta rangt og að vandinn hafi komið í ljós eftir að stjórnarmaðurinn hætti í fyrra vegna breytinga á eignarhaldi. Í lögum um hlutafélög er kveðið á um að hlutafélög með yfir fimmtíu starfsmenn og fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall karla og kvenna í stjórn ekki vera lægra en fjörutíu prósent. „Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust,“ segir þar jafnframt. „Menn voru bara í góðri trú í fleiri vikur og mánuði. Svo kemur þetta frá [fyrirtækjaskrá] og við þurfum bara að bregðast við því og gerum það. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Einar. Bæta þurfi úr þessu fljótlega og það verði gert á næsta hluthafafundi félagsins. 63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags. Sjávarútvegur Jafnréttismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11 Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hlutafélagalög kveða á um að hlutfall kvenna og karla skuli í þessu tilviki ekki vera lægra en fjörutíu prósent. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tvær konur hafi setið í fimm manna aðalstjórn fyrirtækisins í fimmtán til tuttugu ár og saman myndað fjörutíu prósent stjórnarinnar. Á sama tímabili hafi tveir karlmenn verið varamenn og tekið sæti í varastjórn. Í ljósi þessa töldu stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins að skilyrði laganna væri uppfyllt en fyrirtækjaskrá Skattsins gerði nýverið athugasemd þegar tveimur karlmönnum var skipt út fyrir aðra. Skýringin er sú að þegar karlkyns varamennirnir tveir eru taldir með, líkt og gert er ráð fyrir í lögum, fellur heildarhlutfall kvenna í aðal- og varastjórn niður fyrir fjörutíu prósent viðmiðið. Fyrirtækið gerir út togarann Pál Pálsson ÍS-102 sem er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtækisins.Hraðfrystihúsið Gunnvör Engin breyting á kynjahlutföllum Einar segir að einn karlmaður hafi farið út úr aðalstjórn félagsins á síðasta ári í kjölfar breytingar á eignarhaldi félagsins og síðar hafi einn varamaður hætt sömuleiðis. „Núna í rúmt ár eru bara búin að vera tveir karlar og tvær konur í stjórninni og núna á aðalfundi síðast var bætt við einum karli í viðbót eins og verið hafði og sömuleiðis einum karli í varastjórn eins og verið hafði. Það var engin breyting á kynjahlutföllum en apparatið kemst að því að við uppfyllum ekki kynjahlutföllin,“ segir Einar og vísar þar til fyrirtækjaskrár Skattsins sem heldur utan um upplýsingar um stjórnir hlutafélaga. Ekki hafi verið gerð athugasemd við þetta fyrr en gögnum var skilað inn í kjölfar þess að ný stjórn var kjörin. Nú væri bent á að minnst ein kona þyrfti sömuleiðis að vera í varastjórn. Samkvæmt þessari túlkun fyrirtækjaskrár hefur félagið ekki uppfyllt lagaákvæði um kynjakvóta í stjórnum frá því það tók gildi árið 2013, ef frá er talið það tímabil sem leið frá því að annar varamaðurinn hætti og nýr karlmaður var kjörinn í hans stað. Engum vikið úr stjórn til að laga hlutfallið BB.is greindi fyrst frá málinu en þar er staðhæft að kynjahlutfallið hafi verið lagað með því að fækka um einn karlmann í aðalstjórn. Einar segir þetta rangt og að vandinn hafi komið í ljós eftir að stjórnarmaðurinn hætti í fyrra vegna breytinga á eignarhaldi. Í lögum um hlutafélög er kveðið á um að hlutafélög með yfir fimmtíu starfsmenn og fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall karla og kvenna í stjórn ekki vera lægra en fjörutíu prósent. „Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust,“ segir þar jafnframt. „Menn voru bara í góðri trú í fleiri vikur og mánuði. Svo kemur þetta frá [fyrirtækjaskrá] og við þurfum bara að bregðast við því og gerum það. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Einar. Bæta þurfi úr þessu fljótlega og það verði gert á næsta hluthafafundi félagsins. 63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags.
63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags.
Sjávarútvegur Jafnréttismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11 Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18