Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 12:31 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, segir að tímabundin hæging á hringrásarkerfi Atlantshafsins gæti haft áhrif hér á landi komi til kuldakasts. Vísir/Vilhelm Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór. Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór.
Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01